Fyrir 1. mars næstkomandi þurfa öll fyrirtæki að hafa skilað inn til skattayfirvalda upplýsingum um raunverulega eigendur. Verði það ekki gert geta fyrirtæki lent í að þurfa að greiða dagsektir.
Flýtir á þessum aðgerðum er tilkominn til að koma Íslandi af svörtum lista vegna peningaþvættis. Því hefur verið boðað að öll félög skili inn raunverulegum eigendum fyrir mánaðarmót!
Við getum séð um skráninguna fyrir þig ef þú fyllir út formið að neðan og sendir okkur skilalykilinn þinn. Þegar við höfum lokið af sendum við skilaboð á þig og þú þarft að samþykkja með rafrænum skilríkjum inni á þínum skattaaðgangi. Mikilvægt er því að verða sér úti um rafræn skilríki sem fyrst!