traustur samstarfsaðili
OKKAR ÞJÓNUSTA
Okkar áhersla er að veita alhliða bókhalds- og ráðgjafaþjónustu yfrir okkar viðskiptavini. Við leggjum mikið uppúr að vera með nýjustu tækni varðandi afstemmingar og erum öflug í gerð rafrænna reikninga.
Bókarinn
Sér um daglega bókun, skil á virðisaukaskatti ef við á, minnir á gjalddaga og sér um almenn samskipti við viðskiptavini.
Launafulltrúinn
Sér um útreikning launa, sendir launaseðla rafrænt, sendir bankaskilagreinar til launagreiðanda og rafrænar skilagreinar til skattayfirvalda, lífeyrissjóða og stéttarfélaga. Í byrjun nýs árs er sendur launamiði fyrra árs til skattayfirvalda.
Fjármálastjórinn
Mörg lítil og meðalstór fyrirtæki kjósa að láta okkur sjá um fjármálastjórnun. Reynslan hefur sýnt að í flestum tilvikum minnkar kostnaður vegna dráttarvaxta og annarra gjalda sem falla til þegar greitt er of seint.
Ársreikningur / Framtal
Ársreikningur er ekki bara fyrir skattinn. Þegar ársreikningur er tilbúinn er gott að fara yfir hann með tilliti til hvað má betur fara í rekstri félagsins.
Áætlanagerð
Við bjóðum uppá mjög einfalda en skilvirka leið í áætlanagerð og þannig geta viðskiptavinir okkar fylgst vel með rekstrinum.
Fyrirtækjaráðgjöf
Við bjóðum viðskiptavinum okkar ráðgjöf á öllum sviðum er varða fjármál fyrirtækja, fjárhagslega endurskipulagningu og skipulagningu bókhaldsmála.
Stofnun félaga
Gegn föstu gjaldi stofnum við félag og skráum það á vsk- og launagreiðendaskrá ef við á. Það tekur u.þ.b. eina viku frá því að gögn eru undirrituð að fá kennitölu og hefja rekstur. Við önnumst einnig sameiningu, skiptingu og slit félaga.
Innleiðingar
Við bjóðum upp á ráðgjöf og aðstoð við innleiðingu nýrra kerfa. Aðstoðum við þarfagreiningu og val á kerfi til innleiðingar og almennra notkunarmöguleika. Það getur sparað tíma, fé og fyrirhöfn að standa rétt að kaupum á nýjum kerfum og vanda vel allan undirbúning og uppsetningu.
Erfðafjárskýrslur
Við önnumst gerð erfðafjárskýrslna og aðstoðum erfingja við að skipta upp dánarbúum.
HAFÐU SAMBAND
-
HRINGDU Í SÍMA
511-2930
-
SENDU OKKUR TÖLVUPÓST
bokhald@ibokhald.is
-
OPNUNARTÍMI
Opið virka daga 09:00 - 16:00
-
HRINGDU Í SÍMA
511-2930
-
SENDU OKKUR TÖLVUPÓST
bokhald@ibokhald.is
-
STÓRHÖFÐI 21
Opið virka daga 09:00 - 16:00
BÓKHALD OG ÞJÓNUSTA
Bókhald & þjónusta ehf var stofnað árið 2001 og hefur síðan þá lagt metnað í að veita persónulega þjónustu. Félagið hefur vaxið úr einum starfsmanni í 10 og erum við til húsa við Stórhöfða 21. Metnaður okkar liggur í að veita litlum og meðalstórum rekstraraðilum alhliða bókhalds- og ráðgjafarþjónustu fyrir sanngjarnt verð.