Ráðgjöf og þjónusta í bókhalds og skattamálum
Við sjáum um bókhald, launakeyrslur, virðisaukaskattsskil, ársreikninga, skattframtöl, áætlanagerð og ráðgjöf fyrir fyrirtæki.
Við kappkostum við að standast þínar kröfur og veita úrvals þjónustu.
Bókhald og þjónusta veitir alhliða bókhaldsþjónustu sem inniheldur færslur bókhalds, skil á virðisaukaskatti, umsjón launa, gerð framtala og áætlana. Meðal okkar viðskiptavina eru lítil og meðalstór fyrirtæki og einstaklingar með rekstur.
Okkar áhersla er að veita alhliða bókhalds- og ráðgjafaþjónustu fyrir okkar viðskiptavini. Við leggjum mikið uppúr að vera með nýjustu tækni varðandi afstemmingar og erum öflug í gerð rafrænna reikninga.
Innifalið í okkar þjónustu felst einnig öflug ráðgjafaþjónusta, bæði rekstrarráðgjöf og skattaráðgjöf.
á mánuði
á hverju tímabili
á ári
Sér um daglega bókun, skil á virðisaukaskatti ef við á, minnir á gjalddaga og sér um almenn samskipti við viðskiptavini.
Sér um útreikning launa, sendir launaseðla rafrænt, sendir bankaskilagreinar til launagreiðanda og rafrænar skilagreinar til skattayfirvalda, lífeyrissjóða og stéttarfélaga. Í byrjun nýs árs er sendur launamiði fyrra árs til skattayfirvalda.
Mörg lítil og meðalstór fyrirtæki kjósa að láta okkur sjá um fjármálastjórnun. Reynslan hefur sýnt að í flestum tilvikum minnkar kostnaður vegna dráttarvaxta og annarra gjalda sem falla til þegar greitt er of seint.
Ársreikningur er ekki bara fyrir skattinn. Þegar ársreikningur er tilbúinn er gott að fara yfir hann með tilliti til hvað má betur fara í rekstri félagsins.
Við bjóðum uppá mjög einfalda en skilvirka leið í áætlanagerð og þannig geta viðskiptavinir okkar fylgst vel með rekstrinum.
Við bjóðum viðskiptavinum okkar ráðgjöf á öllum sviðum er varða fjármál fyrirtækja, fjárhagslega endurskipulagningu og skipulagningu bókhaldsmála.
Gegn föstu gjaldi stofnum við félag og skráum það á vsk- og launagreiðendaskrá ef við á. Það tekur u.þ.b. eina viku frá því að gögn eru undirrituð að fá kennitölu og hefja rekstur. Við önnumst einnig sameiningu, skiptingu og slit félaga.
Ertu að kaupa eða selja fyrirtæki? Hvers virði er fyrirtækið?
Við önnumst gerð erfðafjárskýrslna og aðstoðum erfingja við að skipta upp dánarbúum.
Ég get einbeitt mér að akstrinum á meðan Bókhald og þjónusta sjá um allt uppgjör, skattaskil og annað bókhald fyrir mig.
Leigubílstjóri
„Þegar maður rekur lítið fyrirtæki er mjög verðmætt að fá utanaðakomandi aðila til að fylgjast með rekstrinum og koma með ábendingar og tillögum um hvað betur má fara. Þetta finnst mér verðmætast í þjónustu Bókhalds og þjónustu“.
Eigandi veitingastaðar