You are currently viewing Gjaldfrjáls aðgangur að ársreikningum ársreikningaskrár

Gjaldfrjáls aðgangur að ársreikningum ársreikningaskrár

Þann 1. janúar sl. var opinbert vefsvæði stofnað sem veitir almenningi rafrænan aðgang að ársreikningum úr ársreikningaskrá. 

Rafræn uppfletting einstakra ársreikninga á hinu nýja vefsvæði er án gjaldtöku en ársreikningaskrá er heimilt að innheimta gjald fyrir afhendingu ársreikninga á pappír eða öðru sértæku formi.

Til að nálgast ársreikninga félaga er þeim  flett upp í fyrirtækjaskrá, farið í „gögn úr ársreikningaskrá“ og þeir ársreikningar sem á að sækja settir í innkaupakörfu. Þá birtist innkaupakarfa efst á síðunni sem þarf að smella á til að klára niðurhalið á ársreikningunum.