You are currently viewing Opið fyrir umsóknir um lokunarstyrk 6

Opið fyrir umsóknir um lokunarstyrk 6

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um lokunarstyrk 6 vegna stöðvunar á starfsemi í tengslum við sóttvarnaraðgerðir á tímabilinu 25. mars til og með 14. apríl 2021.

Lokunarstyrkur 6 er ákvarðaður á grundvelli laga nr. 38/2020 eins og þeim var breytt með lögum nr. 119/2020.

Lokunarstyrkir vegna stöðvunar á starfsemi allt frá 18. september 2020 hafa verið ákvarðaðir í áföngum, þ.e. lokunarstykur 3 frá 18. september til og með 17. nóvember 2020, lokunarstyrkur 4 frá 18. nóvember til og með 31. desember 2020, lokunarstyrkur 5 frá 1. janúar til og með 12. janúar eða 7. febrúar 2021 og svo nú lokunarstyrkur 6 sem tekur til tímabilsins 25. mars til og með 14. apríl 2021.

Eins og áður er sótt um á þjónustuvef Skattsins. Ef umsækjandi um lokunarstyrk er félag (lögaðili) skráir prókúruhafi sig inn á sína þjónustusíðu og fer þannig inn á svæði félagsins. Sjálfstætt starfandi einstaklingur fer inn í umsóknina í gegnum sína eigin þjónustusíðu. Leiðbeiningar við umsókn eru á COVID-19 síðum Skattsins en umsóknin er alveg sambærileg við umsókn um lokunarstyrk 4 og 5.